Opnar motocrossæfingar – Bolaalda sumarið 2016

Ingvi Björn

Vélhjólaíþróttaklúbburinn og Ingvi Björn Birgisson verða í samstarfi í sumar. Ingvi Björn verður með opnar æfingar tvö kvöld í viku þar sem hver sem er getur mætt og fengið tilsögn í motocross-i. Æfingarnar verða á þriðjudagskvöldum og fimmtudagskvöldum á milli kl. 19:00 og 20:30. Hægt verður að kaupa sig inn á allar æfingar sumarsins í einu gjaldi og svo verður hægt að kaupa klippikort og mæta á æfingar af og til eins og hentar.

Æfingarnar ættu að hefjast fljótlega upp úr því að svæðið opnar. Við munum auglýsa það vel og rækilega.

Þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér kort geta haft samband við Pétur í síma 693-3777.

Ingvi Björn er flestu motocross-áhugafólki kunnur, en fyrir þau sem hafa ekki heyrt af honum er hérna það helsta sem hann hefur afrekað:

2008
1. sæti í Jónsmessumóti í MX (motocross) 85cc flokk.
5. sæti í Íslandsmóti í MX 85cc flokk þar sem Ingvi tók þátt í 4 keppnum af 5.

2009
Besti nýliði í enduro 2009.
2. sæti í Íslandsmótinu í enduro – 85cc flokk
3. sæti í Íslandsmóti í MX – 85cc flokk (samanlagt tví- og fjórgengishjól)
1. sæti í Íslandsmóti í MX – 85cc flokk – tvígengishjól

2010
Íslandsmeistari í Enduro B-flokk.
4. sæti í Íslandsmóti í MX – Unglingaflokk 14-18 ára
1. sæti í Íslandsmóti í MX – Unglingaflokk 14-15 ára

2011
3. sæti í Íslandsmóti í MX-Unglingaflokk. Hér missti Ingi af fyrstu keppni vegna meiðsla.
Íslandsmeistari í íscrossi unglingaflokki

2012
Íslandsmeistari í MX2 – Meistaraflokk
3. sæti í MX OPEN – Meistaraflokk
Íslandsmeistari í MX – Unglingaflokk
Íslandsmeistari í Enduro CC2 – 250 meistaraflokkur

Ingvi var valinn í íslenska landsliðið í motocross-i sem fór á heimsleikana Motocross Des Nations. Árið 2012 var það haldið í Lommel, Belgíu.
Íslenska landsliðið var skipað 3 ökumönnum og náðu þeir besta árangri sem Ísland hefur náð frá upphafi.
AKSTURSÍÞRÓTTAMAÐUR MSÍ 2012

2013
1. sæti í MX-Open í stórri keppni í Belgíu
2. sæti í MX-unglinga í Norska bikarmótinu
Ingvi keppti eina keppni í Íslandsmótinu þar sem hann vann MX-2 – Meistaraflokk.
Ingvi var svo valinn í Íslenska landsliðið í Motocrossi sem fór á Motocross of nations í Teutschenthal, Þýskalandi.

2014
Liðsmaður Creymert Racing 22. í Evrópumótaröðinni 250cc. 15. Í Hollenska Meistarmótinu MX2 16. í Belgíska Meistaramótinu MX-Open (á 250cc)

2015
Liðsmaður Creymert Racing
Ingvi náði besta árangri íslendinga í Evrópumótaröðinni. “15. sæti í EMX250“

Skildu eftir svar