Klaustur Off Road Challenge 2016 – Hvað nú?

Keppandi góður. Hér eru nokkur atriði sem þú þarft að hafa í huga fyrir skráninguna á Klaustur.

Þú þarft að vera greiddur meðlimur í akstursíþróttafélagi innan vébanda MSÍ.

Ef þú ert ekki í V.Í.K. þá þarftu að hafa samband við það félag sem þú ætlar að vera í eða ert nú þegar í.

Ef þú ert í V.Í.K. og greiddir félagsgjöld í fyrra, þá kemur krafa í heimabankann þinn á næstunni.

Ef þú ætlar þér að skrá þig í V.Í.K., þá millifærirðu 4.000 kr. inn á 0537-26-501101 kt. 480592-2639 og sendir kvittun á vik@motocross.is

Þú skráir þig í mótið á http://www.msisport.is

Ef þú hefur ekki notað aðganginn þinn þar síðan á Klaustri í fyrra, ertu með sama notendanafn en síðustu 4 stafirnir í kennitölunni þinni eru lykilorðið þitt. Vefurinn bilaði í fyrrasumar.

Ef þú hefur aldrei verið með aðgang þar skaltu borga félagsgjald og skrá þig inn á þitt svæði þar.

Ef aðgangurinn virkar ekki, hafðu þá samband við þitt félag.

Aðeins einn meðlimur liðs þarf að skrá sig þar inn og skrá allt liðið.

Athugið að allir meðlimir liðsins þurfa engu að síður að vera greiddir félagsmenn í félagi.

Hvetjið nú félagana til þess að skrá sig og mæta í þessa þrælskemmtilegu keppni sem er öllum fær.

Skildu eftir svar