Klaustur 2015 skráning lokar

Skráningu fyrir Klaustur 2015 líkur mánudaginn 25. maí á miðnætti. Skráningin er opin á heimasíðunni www.msisport.is og hvetjum við fólk til að ganga frá skráningu tímanlega til að forðast vandræði á síðustu metrunum.

Miðvikudaginn 27. maí verður skoðun hjóla/hjálma og afhending rásnúmera fyrir keppendur.

Skoðunin verður í húsnæði BL að Sævarhöfða.

Skoðunin hefst kl 18:15 og hvetjum við alla sem mögulega hafa tök á að koma og klára skoðun og skráningu á miðvikudaginn. Það léttir mjög á okkur þar sem verkefnin á Klaustri eru mörg og mannskapur af skornum skammti.

Hafa með sér Ökuskírteini, skráningarnúmer af hjólunum eða tryggingarstaðfestingu með tryggingaviðauka v. keppni og staðfestingu á greiddu félagsgjaldi í þitt félag. Þátttökutilkynning verður á staðnum útprentuð og tilbúin til undirritunar.

Ef hjólin standast ekki skoðun verður þeim vísað frá, möguleiki er að láta skoða hjólin aftur á Klaustri.

Það verður skoðun á Kirkjubæjarklaustri fyrir þá sem ekki komast í þessa skoðun í BL á Klaustri á föstudagskvöldið á milli 19 og 22, og á laugardeginum til kl. 10.30

Einnig verður skoðað á eftirfarandi stöðum á landinu:

Selfoss: Axel verður með skoðun á fimmtudagskvöld kl. 20 við Selfossbrautina

(keppendur þurfa að staðfesta komu sína í skoðun í gegnum FB síðu UMFS fyrir kl. 15 á morgun miðvikudag)

Egilsstaðir: Páll verður með skoðun hjá Rafey að Miðási 11 á Egilsstöðum á fimmtudag á milli 18-20 á fimmtudag

Akranes: Jói Pétur verður með skoðun að Akurgerði 20 á fimmtudaginn kl. 20 – keppendur staðfesti komu sína við Jóa fyrir 15 á morgun

Akureyri: Siddi á sér um persónulega skoðun á Akureyri og mætir heim til keppenda á morgun

Ástæðum til að klára ekki skoðun fyrir helgina hefur farið mjög fækkandi með þessu.

Ef menn eru endalaust að velta fyrir sér hvort þær ætli að vera með þá ætti video hér fyrir neðan vonandi að hjálpa til við að ákveða sig. Margir nota afsökun að það sé lítið búið að vera hjóla þetta vorið….sem er rétt…en er þá ekki málið að skella sér á Klaustur og hjóla af sér rasgatið við frábærar aðstæður.

Skráning í barnakeppnina er einnig opin og verður fram að keppni. Þar þarf einfaldelga að senda e-mail á guggi@ernir.is og segja nafn,aldur og vélastærð og símanúmer aðstandenda.

Sjáumst með góða skapið og allt á hreinu.


Skildu eftir svar