Klaustur 2015

Það er ekki hlaupið að því að græja svo stóra keppni sem Klausturskeppnin er. Margar sjálfboðahendur þurfa að koma þar að svo dæmið gangi upp. Á Klaustri er hópur vaskra sjálfboðalið sem fer hreint hamförum um svæðið þessa dagana í að breyta og bæta brautina undir stjórn Kjartans Kjartanssonar. Í fyrra var byrjað á því að snapa saman brotnum og gömlum vegstikum sem Vegagerðin hefur ánafnað okkur. Þar sem almenn bjarsýni er innan hópsins, sem kemur að keppninni, töldum við í upphafi að „slatti“ af stikum væri næginlegt til að merkja upp brautina. En bjartsýni dugar víst ekki ein og sér til að merkja alla þessa kílómetra. Sem betur fer eigum við góða að og vonumst við til að það efni sem næst að snapa saman á þessu ári fari langt með merkingar á brautinni. Amk þá er stefnt á að allir nýjir kaflar verði merktir með plasstikunum. Nýjasti skammturinn sem við fengum er nú hjá yfirsmiðnum okkar honum Pálmari P sem mun rista þær í tvennt til að auka magnið.

Dágóður skammtur sem dugar þó bara í smá part af brautinni. Það þarf nokkur þúsund stykki til að allt gangi upp.
Dágóður skammtur sem dugar þó bara í smá part af brautinni. Það þarf nokkur þúsund stykki til að allt gangi upp.
Á þessari mynd sést hversu vel brautarmerkingarnar sjást með þessum stikum. Kjartan og félagar eru að vinna kraftaverk.
Á þessari mynd sést hversu vel brautarmerkingarnar sjást með þessum stikum. Kjartan og félagar eru að vinna kraftaverk.

 

Skildu eftir svar