ENDURO – KLAUSTUR 2015. SKRÁNING

Það er komið að því sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Skráning í Klausturskeppnina hefst nk.

miðvikudagskvöld kl. 20 á vef MSÍ – Það er á morgun 08.04.2015

Fyrstir koma – fyrstir fá og því hefst keppnin strax á miðvikudagskvöldið! Hverjir verða á fremstu línu?

Raðað verður á línur eftir flokkum í þetta sinn og verður tvímenningur fremstur, síðan járnkarlar, aðrir flokkar og aftast þrímenningur.

Keppnin fer fram 30. maí. Keppnisgjald er, 14.000 kr. á mann. Flokkar eru þeir sömu og 2014.

Þeir sem skrá lið til keppni verða að vera með nafn og kennitölu liðsfélaganna á hreinu og skrá þá inn um

leið til að létta á “skráningardeildinni” síðar.

Eftirfarandi flokkar eru í boði. Vinsamlegast vandið valið!!

Tvímenningur

Járnkarlinn

Járnkerlan

Paraflokkur

Afhvæmaflokkur

Kvennaflokkur

Þrímenningur

90+ flokkur

100 + Flokkur

110 + Flokkur

135 + Flokkur

150 + flokkur

Þetta þarftu að hafa á hreinu:

VERA SKRÁÐUR OG GREIDDUR Í MX EÐA ENDUROKLÚBB INNAN MSÍ. 

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014

2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til

keppni.

3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.

4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú

ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.

5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Góða skemmtun

Stjórn VÍK

Skildu eftir svar