Brautarlagning á Hellu gekk mjög vel í dag

Það var flottur hópur sem var mættur um tíuleitið þennan Laugardagsmorgun í krúsirnar rétt fyrir utan Hellu og verkefni dagsins var að klára leggja þennan Endurohring sem félagar klúbbsins voru búnir að gera beinagrind af s.l. Miðvikudag. Niðurstaðan er 6.5 km hringur sem ætti að taka um það bil 12-17 mín að aka.Hringurinn er góð blanda af brekkum,börðum,hliðarhalla,drullumalli,giljabrölti,gljúpum sandi og einnig beinir vegir sem ættu að gera not fyrir alla gíra á flestum nöðrum. Það eru líka 3-4 hjáleiðir við stæðstu hindranirnar og það er ljóst að brautin er góð bland af gleði og drulluspóli fyrir  þá sem ætla að taka þátt í þessari gleði með okkur. Allavegna voru þeir sem prófuðu hringinn í dag mjög ánægðir með lagninguna og það ljóst að hérna sunnanlands höfum við ekki haft  færi á svona Endurokeppni s.l. 7-8 ár. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu með okkur og minnum á að reglum og flokkum hefur verið breytt töluvert fyrir þetta tímabil til að reyna ná til sem flestra enduro og motocross ökumanna.

Reglurnar má sjá hér fyrir neðan,

http://msisport.is/content/files/public/kka/Reglusafn%20MS%C3%8D%20-%20heildaryfirlit%20j%C3%BAn%C3%AD%202014.pdf

Við viljum árétta að allur akstur í krúsunum fyrir utan Hellu er bannaður utan þess tíma sem við verðum með þessa keppni.VÍK hefur haft töluvert fyrir því að fá þetta svæði til afnota aftur eftir nokkra ára hlé.Ástæður þess að svæðið hefur ekki verið notað er slæm umgengni og dónaskapur hjólamanna gagnvart eigendum svæðisins og sannast það sem oft hefur verið sagt að það þarf bara einn vitleysing til að eyðileggja fyrir miklum fjölda iðkennda sem taka tillit til annara.

Skráning er opin til Þriðjudagskvölds kl 21:00 á msisport.is….ekki klikka á þessu..;=)

Skildu eftir svar