Brautargæsla Klaustur 2014.

Nú er komið að því að óska eftir hrökuduglegum brautargæslumönnum til að aðstoða okkur í Klausturskeppninni Laugardaginn 24.05.14

Um er að ræða gæslu og aðstoð við keppendur, keyra um brautina og fylgjast með. Í leiðinni er hluti af þessu að vera LÖGGA sem fellst í því að tilkynna þá sem reyna að svindla. ( stytta sér leið ) Brautargæslumenn þurfa að hafa með sér bakpoka og slaghamar.

Í boði er bensín á hjólið og matur yfir daginn. Mæting er kl 10 um morguninn á keppnisdegi.

Hægt er að skrá sig hér á síðunni og eða inn á Facebook síðunni okkar, einnig með því að senda póst á vik@motocross.is klaustur 1

 

Skildu eftir svar