Barnakeppni á Klaustri

Það var mögnuð keppni sem krakkarnir fengu á Laugardagsmorgun á Kirkjubæjarklaustri. Það hefur verið þannig í gegnum tíðinna að mikið af krökkum hafa verið að stíga sýn fyrstu skref í keppnismennsku einmitt á Klaustri og því gaman að getað komið nálægt því og hjálpað þessum hetjum að taka þetta skref.

Það urðu samt leiðinleg mistök við verðlaunaafhendinguna eftir keppni þar sem að einn keppandi fékk ekki færðan á sig réttar upplýsingar og við ætlum að leiðrétta það hér með.

Víðir Tristan Víðisson var með forystuna lengi vel í keppninni,en lenti í smá basli og festi sig á einu barðinu og við það náði Elmar Darri Vilhelmsson að komast fram úr honum.

Leiðrétt úrslit eru því hér fyrir neðan. Við viljum að sama skapi árétta það að þessi keppni er ekki hugsuð sem einhver “Keppni“sem slík því við erum einnungis að leyfa krökkunum að spreyta sig á hluta brautarinar og þess vegna erum við ekki að nota nein tímamælingartæki,heldur einfaldlega reynum við að telja þá hringi sem þau klára með handvirkum hætti.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum okkar.

 

Leiðrétt úrslit:

 

1 Elmar Darri Vilhelmsson

2 Víðir Tristan Víðisson

3 Sindri Blær Jónsson

Skildu eftir svar