Styrkur frá Keppendum Klaustur 2014

Það er komin hefð á það að keppendur sem taka þátt í Klausturskeppninni færi góðu málefni styrk til góðra verka. Í fyrra styrktu keppendur heilsugæsluna á staðnum með góðu fjárframlagi. Í ár var það leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri sem naut þessa styrks. Að sjálfsögðu sjáum við okkur hag því að styrkja leikskólann þar sem að framtíðin liggur í börnunum. Og við viljum sjá framtíð í okkar frábæru keppni á Klaustri.

Hér má sjá Hrafnkel formann VÍK afhenda .... fulltrúa leikskólans ávísun frá keppendum Klaustur 2014.
Hér má sjá Hrafnkel, formann VÍK, afhenda Guðrúnu Sigurðardóttur, fulltrúa leikskólans, ávísun frá keppendum Klaustur 2014.

Skildu eftir svar