Vefmyndavél

Góður félagi slasaður

Þær hörmulegu fréttir bárust í dag að Ævar Sveinn Sveinsson félagi okkar margra og vinur hafi slasast alvarlega í vinnuslysi í dag. Samkvæmt fregnum féll kappinn úr talsverðri hæð og hlaut alvarlega áverka á ökklum, hrygg og mjaðmagrind. Jákvæðu fréttirnar eru þó þær að hann hafi borið sig vel í dag og virðist hafa fulla tilfinningu í fótum og að hann hafi farið í aðgerð seinnipartinn eða í kvöld.

Ævar er frábær félagi og sannkallaður gleðigjafi hvar sem hann kemur og því viljum biðja alla um að senda honum hlýja strauma og batakveðjur þannig að við sjáum hann sem allra fyrst aftur á fullri ferð. Fyrir hönd VÍK sendum við Ævari okkar bestu batakveðjur og knús.

Ævar á góðum degi í Motomos í haust

Ævar á góðum degi í Motomos í haust

Leave a Reply