Vefmyndavél

Ingvi Björn 22 í dag

Ingvi Björn endaði í 22.sæti í Uddevalla, Svíþjóð í dag en þar fór fram fyrsta umferðin í sænska meistaramótinu. Ingvi er nú á leið yfir til Malmö þar sem hann mun æfa þessa vikuna og keppir svo annarri umferð sænska meistaramótsins næstu helgi. Næsta keppni fer fram í Saxtorp en Ingvi er vanur að hjóla þar, hann hefur æft þar af kappi síðustu 2 ár yfir páskahátíðina. Drengurinn stefnir hátt og markmiðið er að keppa í sænska og norska meistaramótinu í sumar og verður því eitthvað lítið með í íslandsmeistaramótinu sem fer af stað eftir fjórar vikur. Hægt er að fylgjast með honum nánar hér: Ingvi Björn Birgisson

 

Leave a Reply