Enduro-Klaustur 2013 Barnakeppni og Vintage hjól.

Það verður svaka fjör hjá öllum á Klaustri.

Barna og unglingakeppni á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 25 Maí milli 09-10.

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 08-8-45. Ræsing í keppnina er klukkan 09 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@ernir.is  eða í gegnum síma 864-3066. Taka þarf fram Nafn, Hjólastærð, Símanúmer aðstandenda, og keppnisnúmer ef það er til. 

 VINTAGE hjól. Í ár bjóðum við þeim sem eiga frábæra, flotta og eldgamla drullumallara uppá að taka einn sýningarhring um hluta brautarinnar. Gert er ráð fyrir því að hjólunum verði síðan stillt upp til að gestir geti barið hjólin augum yfir daginn. Áhugasamir geta haft samband við Guðbjarti í vefpósti guggi@ernir.is  Einnig er líka bara velkomið að mæta með djásnið og skella sér hring.

 

Skildu eftir svar