Krakkaæfingar í Október

Fyrsta krakkaæfing vetrarins átti að vera í gær en aðeins þrír voru mættir til þess að bæta sig og tveir þjálfarar. Það passar ekki alveg saman að hafa tvo þjálfara fyrir þrjá ökumenn. Við frestuðum æfingunni og þessir grjóthörðu strákar sem komu þeir hjóluðu í 90 mínútur.

Það eru þrír sunnudagar eftir í þessum mánuði og verða þær æfingar allar í Bolöldu svo tekur við Nóvember mánuður og þar erum við að stefna á að fara inní Reiðhöllina en ef mæting er svona léleg þá sjáum við ekki framá það að geta farið þar inn.

Skráning í Vetrarnámskeið er hafið í gegnum póstinn namskeid@motocross.is og kostar októrber mánuður 7.000.-

Hver æfing er núna í 2 klukkutíma í stað klukkutíma á sunnudögum frá 16-18 / Mæting 15:50

Hægt er að leggja beint inná félagið (Skýring nafn og kennitala) senda afrit á namskeid@motocross.is
Vélhjólaíþróttaklúbburinn
Engjavegi 6
104 Reykjavík
Kt. 480592-2639
Reikningsnúmer 537 – 26 – 501101

Skildu eftir svar