Aðalfundur VÍK 2012 verður haldinn 7. nóvember nk.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn miðvikudaginn 7. nóvember nk. kl. 20 í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. Í lok fundarins verður sýnt nýtt kynningarmyndband fyrir Klaustur ofl. um keppnina.

Á aðalfundinum verður kosið um nýja stjórn félagsins og við  óskum sérstaklega eftir að fleiri bjóði sig fram til að vinna með félaginu. Starfið og rekstur félagsins hefur gengið ágætlega undanfarin ár en nýtt fólk kemur alltaf með nýjar áherslur og hugmyndir sem er aldrei of mikið af. Sérstaklega væri gott að fá fleiri til að styðja við barna- og unglingastarfið, umsjón brauta og keppnishald. Ef þú hefur áhuga á hjálpa til geturðu fengið meiri upplýsingar  í síma 669 7131 og eða sent tölvupóst á vik@motocross.is

Nánari dagskrá aðalfundar:

Setning fundarins
Kjör fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar lögð fram til umræðu og samþykkt.
Endurskoðaðir reikningar síðasta reikningsárs lagðir fram til umræðu og samþykktar.
Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár
Lagabreyting
Kosning nefnda
Kosning formanns
Kosning fjögurra stjórnarmanna og varamanna
Kosning tveggja endurskoðenda.
Önnur mál:
Sýnt nýtt kynningarmyndband fyrir Klaustur og kynntur nýr vefur keppninnar.
Fundargerð lesin upp til samþykktar.
Fundarslit.

Sl. ár hefur annars verið bara nokkuð gott. Aðsókn hefur þó verið afar lítil og greinilegt að menn hjóla minna í dag en áður. Klausturskeppnin gekk framar vonum og verður vonandi enn betri á næsta ári. Margt gott hefur amk. gerst á árinu og margt hefðum við viljað gera öðruvísi en það gerist bara á næsta ári. Eins og vanalega sýnist sitt hverjum um allt þetta starf og án efa margar skoðanir á öllu sem félagið og stjórn tekur sér fyrir hendur. Ef þú ert með skoðanir og/eða hugmyndir þá mætirðu á aðalfundinn og lætur í þér heyra. Sjáumst þar.

Stjórn VÍK

Skildu eftir svar