MotoMos lokar í dag vegna breytinga og viðhalds

Brautin hjá MotoMos lokar frá og með deginum í dag og þar til nánar verður auglýst.  Brautin er að fara í ítarlegt viðhald og smávægilegar breytingar.  Stórtækar vinnuvélar verða að vinna á svæðinu og er ÖLL UMFERÐ Í BRAUTINNI BÖNNUÐ á meðan.  Þetta ástand mun vara í nokkra daga og verður rækilega auglýst þegar hún opnar aftur.

Skildu eftir svar