Dakar 2012 Dagur 11

Despres

Við komuna til Peru á degi 11 náði Cyril Despres(KTM) sínum 4 sérleiða sigri þetta árið og þeim 30 yfir heildina og jók forskot sitt á Marc Coma(KTM) í 2min og 22sek

Despres skráði sig í sögubækur Dakar rallsins með þessu sigri í dag sem fyrsti sigurvegari í hjólaflokki í Peru en Perú er 27 landið sem býður Dakar rallið velkomið.

Honum mun örugglega ekki veita af þessu forskoti því baráttan um 1 sæti hefur sjaldan eða aldrei verið svona hörð þegar svona stutt er eftir af rallinu.

Við komuna í mark sagði Despres „þetta var en einn erfiði dagurinn(705km í heildina), að frátöldu smá óhappi á lítilli ferð er ég mjög ánægður hvernig dagurinn fór. En og aftur áttum við Coma í harðri barráttu og skiptumst nokkrum sinnum á að hafa forustu áður en mér tókst að ná forustunni á seinni sérleiðinni. Ef þetta heldur svona áfram, að við séum að taka til skiptis 2 mín af hvor öðrum á hverjum degi verður þetta mjög spennandi í lokinm bæði fyrir okkur, þá sem eru að fylgjast með okkur og keppnina sem slíka“.

Í fjórhjólaflokki virðast þeir Patronelli bræður ætla að verða samferða í mark því ekki munaði nema 31sek á milli þeirra í dag en yfir heildina er samt 1klst og 20mín á milli þeirra. Þeir höfðu þetta að segja eftir dag 11, Marcus „þetta var mögnuð en erfið leið, á tíma minnti þetta mig á Egyptaland, þetta var svo mikil eyðimörk og ég varð að passa uppá hjólið þar sem þetta var hálfgerð maraþonleið, yfir 700km í heildina. Við vorum heppnir að ekkert alvarlegt gerðist, við komum heilir í mark. Það var smá vesen í byrjun þar sem við þurftum að fara yfir 2 ár, ég festist í annari þeirra í drullu en náði að krafsa mig uppúr, Alejandro festist líka svo ég aðstoðaði hann við að komast uppúr. Þetta er ástæðan fyrir því að við fylgjumst að. Sandurinn þarna var allt öðruvísi en í Chile, eins og ég sagði, meira eins og Egyptaland, líka færri fjöll en ég held að síðustu leiðarnar verði ekki auðveldar“.

Alejendro sagði þetta við komuna „þetta var skemmtileg leið og okkur tókst að komast til Peru, ég er glaður með að við bræður skulum geta fylgst að, leiðin reyndi mikið á leiðarbókina og rötun. Ég var heppinn að hafa bróðir minn í dag þar sem ég festist illa í annari ánni sem við þurftum að fara yfir. Seinna á leiðinni lenti ég í miklum hliðarhalla og hjólið hjá mér fór að skrika til og leit út fyrir að ég myndi lenda í grjótinu og mér stóð ekki á sama á tímabili en það slapp. Við reynum að halda þessu til loka og ég heilsa Perú og kveð Argentínu“.

Með Dakar kveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org

Skildu eftir svar