Munið að skrá ykkur fyrir Kl 21:00 í kvöld

Vík hélt Bikarkeppni í Motocrossi í gærkveldi í Álfsnesi.Leiðindar rok setti svip sinn á keppnina,en stíf norð austan átt var mest allan tíman.Enga að síður þá voru keyrð 4 moto í 2 flokkum og flestir skemmtu sér vel…miðað við aðstæður held ég alla vegna. Úrslitin má nálgast á  http://www.mylaps.com/results/showevent.jsp?id=678803

Við minnum á það að skráning fyrir 2 umferð íslandsmótsinns í Motocross sem fram n.k. Laugardag í Álfsnesi lýkur kl 21:00 í kvöld. Brautin er lokuð fram að keppni og mun VÍK leggja mikla vinnu í að koma brautinni í toppstand fyrir Laugardaginn.

6 hugrenningar um “Munið að skrá ykkur fyrir Kl 21:00 í kvöld”

  1. Mér sýnist á öllu að það sé engin braut opin í dag…..mér finnst það ekki alveg ganga upp þar sem við erum með keppni á laugardaginn og það þarf að æfa sig…..er ekki hægt að opna þá Bolaöldu í dag??

  2. Sólbrekka er opin, en þar er óóógeeeðslega þurrt og mikið ryk, var þar í gærkvöldi. Bara hafa nóg af loftsíum með sér og miða í brautina að sjálfsögðu 😉

Skildu eftir svar