Bolaalda opin í dag

Þar sem að Álfsnesbrautinn er lokuð vegna viðhalds þessa vikunna þá hefur stjórn VÍK ákveðið að Bolaalda verði opin næstu 3 daga frá 14-21.Brautinn er í fínu ástandi og um að gera að nýta sér góða veðrið og hjóla.

6 hugrenningar um “Bolaalda opin í dag”

  1. Það er nú kannski ekki hægt að búast við miklu þar sem þurkurinn hefur verið gríðarlegur síðustu vikur, það hefur varla komið dropi úr lofti. Erfitt að halda við brautum þegar ekkert rignir.

    Fyrir utan það þá er þetta alveg hrikalega góð æfing að keyra í þessu einsog þetta er núna, sleipt og grafið. Svipað og þetta er á Spáni allt árið. Menn þurfa kvarta minna og hjóla meira.

    Annars stendur til að laga brautina eftir viku eða svo þegar það er aðeins búið að rigna, bæta stökkpalla, beygjur og fleira.

    Bolalda er besta braut landsins. Rock on 🙂 Gulli #111

  2. Allir starfsmenn og stjórnarmenn VÍK eru að vinna á fullu fyrir Íslandsmeistaramótið sem fer fram á laugardaginn. Spurning að menn andi aðeins með nefinu og skoði það að þarna eru margir að fórna sínum prívat tíma til að gera hluti sem allt of fáir taka þátt í. Í gær var starfsmaður VÍK á fullu að vökva og er það mjög skiljanlegt að áherslan sé í Álfsnes vegna undirbúnings fyrir laugardaginn. Annars voru aðstæður þarna í gær í þá veru að það var töluverður norðan vindstrengur og hefði bróðurparturinn af því vatni sem hefði átt að fara í brautina fokið út í veður og vind. Ef menn vilja láta gera meira að þá verða einfaldlega fleiri að leggja hönd á plóg og þú þarft ekki að vera í stjórn félags til að geta lagt hjálparhönd. Allt sem þetta snýst um er vilji, jákvætt hugarfar og nenna að framkvæma hlutina.

    Menn eru oft að bera sig saman við útlönd en satt að segja að þá hafa fáir raunhæfan samanburð. Í Svíþjóð er t.d. flest öllum motocrossbrautum meira og minna lokað í júlí

  3. Verið er að vinna í Álfsnesi fyrir íslandsmótið eins og búið er að taka fram.

    Bolalda verður að bíða á meðan, við höfum ekkert fjármagn til að vinna í þeim báðum svona mikið og vel.

    Gott væri að byrja læra það núna að lífið er ekki fullkomið, venjist bara brautunum svona.

Skildu eftir svar