Eyþór kominn á skrið – sigur í dag

Eftir nokkuð brösuga byrjun er Eyþór Reynisson kominn á skrið á Spáni þar sem hann er nú við æfingar og keppni. Hann keppti í dag á La Banesa brautinni þar sem reglulega er keppt í heimsmeistarakeppni. Keppnin í dag var ekki hluti af spænsku mótaröðinni en samt nokkuð sterkir keppendur, t.a.m. var sá sem sigraði í MX1 í dag í 6.sæti í síðustu keppni í Spænsku. Eyþór varð í 3ja sæti í dag í heildarkeppninni og sigraði í MX2.

Vefstjóri heyrði í Eyþóri rétt í þessu og hann sagði að þetta hafi verið geggjað. Gott veður, mikill hraði, stór stökk og það sé gaman að allt gangi betur og betur með hverjum deginum.

2 hugrenningar um “Eyþór kominn á skrið – sigur í dag”

Skildu eftir svar