Þétt skipað sumar framundan hjá Bryndísi

Bryndís Einarsdóttir

Akstursíþróttakona ársins 2010, Bryndís Einarsdóttir keppti í heims-meistarakeppninni í motocrossi í fyrrasumar og náði ágætis árangri. Nú í ár verður ekkert gefið eftir heldur þvert á móti gefið í. Í sumar verður hún nefnilega enn meira í flugvélum því nú er stefnan tekin á allar keppnirnar í HM og auki að keppa í Íslandsmótinu. Þetta verða því alls fimm ferðir út í 9 keppnir og svo verða keppnirnar á Íslandi 5 talsins. Kvennaflokkurinn í heimsmeistarakeppninni verður keyrður í ár á sömu stöðum og MX3 flokkurinn fyrir utan fyrstu keppnina sem verður með MX1 og MX2.

Fyrsta keppnin verður í Búlgaríu eftir réttan mánuð en hér er þá dagatalið hennar í heild:

10. apríl, Búlgaría – Sevlievo
17. apríl, Grikkland – Megalopolis

4. júní, Krókurinn

12. júní, Finnland – Vantaa
19. júní, Tékkland – Holice
26. júní, Slóvakía – Senkvice

2. júlí, Álfsnes

17. júlí, Slóvenía – Orehova Vas

23. júlí, Sólbrekka

31. júlí, Þýskaland – TBA

6. ágúst, Akureyri
20. ágúst, Bolaalda

4. september, Sviss – Geneva
11. september, Spán – La Baneza

Við munum fylgjast með ferðum Bryndísar hér á vefnum í sumar og óskum henni góðs gengis. Í augnablikinu er hún enn að jafna sig eftir meiðsli sem hún hlaut á Mývatni í lok janúar.

Ein hugrenning um “Þétt skipað sumar framundan hjá Bryndísi”

Skildu eftir svar