Hjólað á Ísilögðu Hafravatni

Hirðljósmyndarinn og Ferðamaðurinn á ísspjalli. ( Ásgeir og Sverrir )

 Þrátt fyrir kulda og trekk létu gallharðir hjólarar það ekki á sig fá og tættu upp ísinn á Hafravatni. Forvitnilegt að sjá muninn á þeim sem keyra um á skrúfum ( járnbrautarteinum ) og þeim sem keyra um á trellum. En væntanlega jafn skemmtilegt hvort sem er undir tuggunum. Fullt af fólki og mikil skemmtun í gangi.

Pimpuð Súkka á ferð, Elís með í för.
Biggi málari að sýna hvernig alvöru skrúfudekk virka. Þessi málari tók reyndar ekki botnsýni af Hafravatni.

Ljósmyndari að mynda ljósmyndara. Spegill spegill..

Skildu eftir svar