Flott veður á Bolaöldusvæðinu í dag.

Fjóri HARÐIR í góðu stuði.

Samt var lítið um fólk á svæðinu þegar ég mætti kl 12.  Eina sem var jákvætt var að ég var hraðasti maðurinn í brautinni, það sem var hins vegar neikvætt var að ég var eini maðurinn í brautinni. Gott eða slæmt, það er spurning. þó týndist eitthvað af liði á svæðið þegar leið á daginn og þar á meðal fjórir HARÐIR. Þeim fannst ekki mikil spenna í því að aka í hringi og leist ekki betur en svo á tilþrif mín í brautinni að þeim fannst nauðsynlegt að draga mig með í „smá“ hring um slóðana. Ég komst að því af hverju þeir eru kallaðir „Harðir“ það er vegna þess að það er bara full gjöf og engar bremsur hjá köppunum. Ég sá glitta í þá öðru hverju rétt á milli þess að ég elti slóðina eftir þá. Jú og svo öðru hverju þegar þeir komu slóða sem lá á móti.

Skemtilegur dagur en ég furða mig mikið á því hvar allir hjólasnillingarnir eru og þá sérstaklega endúrósnillarnir. Slóðakerfið er frábært og passlega krefjandi fyrir hvern sem er. Brautirnar eru ótrúlega góðar miðað við árstíma. Eina sem þarf að passa sig á er að það eru stórir pollar neðst í MX brautinni. Annars bara geðveikt.

Hvað gera menn í hjólamálum í kreppu? Jú blinga gamla draslið í tætlur. Flott Bling hjá Pálmari
Ef þetta er ekki keppnis þá veit ég ekki hvað keppnis er.

Skildu eftir svar