Vefmyndavél

Aðeins 71 keppandi í Bolaöldu

Það verður að teljast nokkur vonbrigði að aðeins 71 keppandi er skráður til leiks í Bolaöldu um helgina. Svona lág tala hefur ekki sést í Íslandsmóti í mörg ár. Nokkrir flokkar eru á mörkunum að teljast löglegir til keppni, þar á meðal MXopen en aðeins 6 keppendur eru þar skráðir sem er fækkun um helming frá síðustu keppni (það þarf 5 keppendur til að keppnin telji).

Þrátt fyrir þetta verður ekkert slakað á í undirbúningi fyrir keppnina og verður hún glæsileg sem aldrei fyrr.

5 comments to Aðeins 71 keppandi í Bolaöldu

 • maggi

  Hvernig væri að framlengja skráningafrestin og sjá hvort fleiri bætast við?

 • Ef ég tel rétt á MSÍ síðunni þá eru reyndar skráðir 81. Ekki að það sé mikið reyndar.

  VÍK mun vökva brautina eins mikið og möguleiki er á, jafnvel aðeins meira en það. Við erum með vökvunarkerfi, haugsuguna og ef allt annað þrýtur þá munum við fá tankbíl á svæðið.
  Mikil vinna verður lögð í að gera brautina sem best úr garði.

 • arg

  já… ég er sammála því að hafa lengri skráningarfrest.

 • stufur

  Hvernig eru reglurnar eiginlega? Nú eru komnir 90 á listann og sumir þeirra eru í tveimur flokkum

 • 93 er nýjasta talan þannig að þetta verður stór og flott keppni.

Leave a Reply