Vefmyndavél

Úrslit frá Ólafsfirði

flag.jpgÓlafsfirðingar héldu sitt fyrsta Íslandsmót í motocrossi í dag. Mótið heppnaðist mjög vel og virðast allir ánægðir með framkvæmdina og aðstöðuna fyrir norðan. Brautin er sandbraut sem grófst talsvert mikið og reyndi það á leikni manna og hjólin. Eitthvað var um úrbræddar kúplingar og þvíumlíkt. Einar Sigurðarson kláraði kúplinguna hjá sér eftir góðan akstur í dag og Gylfi Freyr Guðmundsson náði ekki að klára seinna mótoið eftir góðan akstur í dag. Það er skemmst frá því að segja að Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Aron Ómarsson, sigraði í báðum motounum í MX1 flokki með talsverðum yfirburðum. Þetta var fyrsta mótið með nýju fyrirkomulagi þar sem aðeins eru tvö moto sem eru 25mín + 2 hringir.

Hér eru helstu úrslit en verðlaunaafhendingin er að klárast í þessum skrifuðum orðum:

MX1

 1. Aron Ómarsson
 2. Hjálmar Jónsson
 3. Eyþór Reynisson

MX2

 1. Eyþór Reynisson
 2. Bjarki Sigurðsson
 3. Viktor Guðbergsson

Kvennaflokkur

 1. Karen Arnardóttir
 2. Signý Stefánsdóttir
 3. Guðfinna Pétursdóttir

MX Unglinga

 1. Kjartan Gunnarsson
 2. Björgvin Jónsson
 3. Hákon Andrason

B-flokkur 40+

 1. Haukur Þorsteinsson
 2. Hrafnkell Sigtryggsson
 3. Sigurður Bjarnason

B-flokkur

 1. Hinrik Jónsson
 2. Anton Birgisson
 3. Eysteinn Dofrason

85 flokkur

 1. Guðbjartur Magnússon
 2. Þorsteinn Helgi Sigurðarson
 3. Einar Sigurðsson

2 comments to Úrslit frá Ólafsfirði

Leave a Reply