Kveðjur frá Ásgarði

Stjórn VÍK var beðin um að skila góðum kveðjum og þakklæti til keppenda og aðstandenda þeirra, fyrir skemmtilega helgi.
Að sögn fannst landeigendum umgengni hafa verið til fyrirmyndar og því tilhlökkunarefni að halda næstu Klausturskeppni að ári!

Stjórn VÍK vill taka undir þetta.  Þó svo að ýmislegt hafi mátt fara betur í sjálfri keppninni, þá var mjög ánægjulegt að sjá hve vel tókst til við allar aðgerðir á þjónustusvæði, við skráningu og síðast en ekki síst var það ánægjulegt að menn virtu hið nauðsynlega „Dauður Mótor“ nánast án undantekninga.

3 hugrenningar um “Kveðjur frá Ásgarði”

  1. Ég tjaldaði fyrstur á svæðinu og var einn af síðustu til að fara. Náði að kynnast aðeins Eyþóri bónda, syni hans Herði og tengdasyni Guðmundi. Dáðist af vilja þeirra og framtakssemi við undirbúning á brautinni og svæðinu.
    Þess má geta að Hörður átti að fara til Reykjavíkur á um helgina til að útskrifast en hætti við á síðustu stundu þar sem hann kaus frekar að vinna við undirbúning brautarinnar og svæðisins.
    Ég þakka kærlega fyrir frábærar móttökur og gríðarlegan starfsvilja sem þeir sýndu í garð þessarar keppni.
    kv. / Gaui

  2. Þökkum ábúendum og keppnishöldurum kærlega fyrir okkur, þetta var frábær helgi. Við veittum því einmitt athygli þegar við fórum af svæðinu síðla mánudags hvað allt var snyrtilegt og okkur öllum til hróss.

    Takk fyrir okkur,
    Góli og Maggý

Skildu eftir svar