Keppnis Einkaþjálfun

Ég hef ákveðið að halda áfram með einkaþjálfun í Motocross í sumar, en einungis eru laust pláss fyrir 4 einstaklinga.  Þetta varða tveir hópar, og í hverjum hóp verða tveir einstaklingar sem munu alltaf æfa saman. Æfingarnar fara fram 2x í viku. Hvert tímabil er einn mánuður, eða 8 æfingadagar. Ekki þarf að taka alla mánuðina, hægt er að kaupa bara júní, bara júlí eða bara ágúst. Fyrstir koma, fyrstir fá, þó með tilliti til þess að ef einhvern bókar allt sumarið, þá á hann forgang. Þetta er ekki hópþjálfun, heldur pjúra einkaþjálfun sem er sett þannig upp að nemendur hafi æfingafélaga allt sumarið, því það hefur sýnt sig og sannað að það að hafa æfingafélaga, skilar betri árangri. ATH! Þjálfunin sem um ræðir er einungis ætluð keppnis fólki með metnað og hefur áhuga á að ná árangri og er tilbúin að leggja á sig það sem þarf til að ná árangri. Fýlupúkar, letingjar og neikvæðir einstaklingar er ekki heimiluð þáttaka. Einnig eru þeir einstaklingar ekki velkomnir sem ekki kunna að meta það sem þeir eru með í höndunum og halda að kraftpúst, nýtt fatbar stýri eða nýji Chad Reed gallinn geri gæfumunin. Ég legg allan minn metnað í mína þjálfun um að nemendur mínir sýni bætingu, betri árangur í keppnum og nái sem mestum árangri, og geri því kröfu um að nemendur sýni metnað til baka og vilja um að ná sömu markmiðum. Þeir sem hafa áhuga á  Keppnis þjálfun í sumar geta sent mér línu á aron@aron66.is

Svo er á dagsskrá sérstakt „Klausturs námskeið“ getið lesið allt um það hér.

 

Skildu eftir svar