Halló halló

Sælir nú! Svo fór að skjárinn á tölvunni minn brotnaði og þurfti ég að senda tölvuna í viðgerð til íslands, svo ég hef ekkert verið internettengdur í tæpar tvær vikur! En nú er það vesen á brott, og við blasa ekkert nema bjartir tímar. Ný heimasíða kemur í loftið á næstu dögum, og allskyns frábærir hlutir í gangi. Ég er búin að hjóla í viku núna eftir brotið, svo ég er rétt að koma mér í gang. Um helgina er ég að fara að keppa í BMB mótaröðinni, en BMB er eitt af þrettán samböndnum hérna í Belgíu (við erum með eitt á íslandi, MSÍ). Þetta er fyrsta keppni sumarsins í BMB mótarröðinni og fer hún fram í minni heimabraut, Genk. Tekur mig einungis 5 mínútur að keyra á brautina, ég fór að skoða hana í dag og hún lítur vægast sagt SVAÐALLEGA vel út.

Reynir Jóns, Biggi Bróðir hans og Eysteinn MotoMos Ýta eru komnir til belgíu að hjóla og er ég að fara að hitta þá á morgun. Þeir verða hérna fram yfir páska svo ég reyni að hjóla með þeim eins mikið og ég get á meðan þeir eru hérna. Þriðjudaginn næsta kemur svo Jonni.is í heimsókn og ætlar að vera hérna í 9 daga að æfa með mér, þannig að það er nóg framundan.

Ég er kominn með vinnu í hollandi, vinn tvo daga í viku, mánudag og þriðjudag sem gæti ekki hentað betur því það er allt lokað á mánudögum hvort sem er, svo vinn ég þriðjudag, og get þá hjólað miðvikudag, fimmtudag og föstudag og svo mun ég keppa nánast hverja helgi þangað til ég kem heim fyrir fyrstu keppnina heima á íslandi. Fyrirtækið sem ég er að fara að vinna hjá heitir Ultimate Suspension, og er þetta demparafyrirtæki sem sérhæfir sig bara í Motocross fjöðrun. Fyrsti dagurinn minn er á mánudaginn næsta, sweet! Getið skoðað heimasíðuna hans hérna www.ultimatesuspension.com en hann sér um fjöðrun fyrir flesta ökumenn í hollenska meistaramótinu, nokkra í belgíska og nokkra í heimsmeistara keppninni.

Kem svo með fréttir og update eftir keppnina á sunnudaginn.

Ég verð svo að deila með ykkur þessu hérna. Ég veit ekki alveg hvort hann sé hollenskur eða belgískur, og hvort þetta sé grín eða ekki, en það er hvorki hægt að kveikja á sjónvarpi né útvarpi hérna án þess að þetta sé í spilun.

Skildu eftir svar