Bolaöldubrautin lokuð í dag, opnar á morgun kl. 13

Brautin í Bolaöldu er að þorna hratt eftir úrhelli vikunnar og frost að fara úr jörðu. Í dag verður brautin löguð með jarðýtu og því verður svæðið áfram lokað í dag. Stefnt er á opnun á brautunum á morgun, sunnudag kl. 13. Á milli kl. 11 og 13 verður unnið að tiltekt og hreinsun á svæðinu og þeir sem koma og hjálpa til keyra frítt á morgun.
Enduroslóðarnir eru ennþá harðlokaðir þar til annað verður tilkynnt. :/ Sjáumst hress í Bolaöldu á morgun og búum til góða opnunarstemningu. Munið miðana í Olís eða Kaffistofunni.

Skildu eftir svar