Mike Alessi riding

Í vikunni náðust video af Mike Alessi vera að æfa sig fyrir komandi utanhúss tímabil, og fyrstu FIM heimsmeistarakeppninnar sem haldin hefur verið í Ameríku síðan 1999. Sögusagnir hafa verið í gangi um að hann hafi slitið samstarfinu við KTM, en svo virðist ekki vera. Í viðtali sem tekið var við Stefan Everts nú á dögunum, sagði Stefan sjálfur að virkilega erfitt væri að vinna með Alessi og fjölskyldu en sagði þó jafnframt að hann yrði á KTM þetta season. Alessi virtist ekki að vera að fýla sig í evrópu og var ekki að keyra nálægt þeim hraða sem topp ökumennirnir voru á, en það verður gaman að sjá hvort hann hefur eitthvað í Cairoli og félaga þegar þeir koma til Ameríku. Cairoli mun fara til Ameríku tvem vikum fyrir keppnina þar sem hann mun dvelja og æfa með Alessi.

Smellið á mynd til að sjá video

Skildu eftir svar