Black Beach strandkeppni á Bakka

KEPPNINNI HEFUR VERIÐ FRESTAÐ VEGNA ELDGOSSINS Í EYJAFJALLAJÖKLI. FYLGIST MEÐ FREKARI TILKYNNINGUM Á MOTOCROSS.IS

Laugardaginn 24. apríl ætlar MotoMos að halda þriggja tíma strandkeppni í landi Bakka rétt vestan við hafnarframkvæmdirnar í Landeyjafjöru og suður af flugvellinum á Bakka.
Keppnin hefst á hádegi og stendur í þrjá tíma. Hægt er að skrá sig í þriggja manna, tveggja manna liðum og einstaklings keppni.
Framkvæmd og fyrirkomulag keppninnar verður svipað og í Klausturskeppnunum. Sér-Íslenski tímatökubúnaðurinn frá Guðjóni verður notaður (eins og á Klaustri), ræst verður með hlaupastarti.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu sæti í öllum flokkum. Einstaklingsverðlaun verða veglegust og síðan koll af kolli.
Skráning hefst í keppnina eftir nokkra daga á www.motocross.is og verður tilkynnt með nokkra daga fyrirvara.
Brautin verður á bilinu 10-15 km og lögð á jarðýtum, en brautarlagningarmaðurinn er á leið til Belgíu til að kynna sér Belgískar sandbrautir.

Skildu eftir svar