Fjör í Indianapolis (Video)

Fjörið byrjaði snemma í Indianapolis í gærkvöldi. Vandræðagemlingurinn Jason Lawrence þurfti aðeins á athygli að halda svo hann hægði á sér óeðlilega mikið í æfingahring. Hans gamli keppinautur Ryan Dungey fipaðist nokkrum sinnum og það endaði með að þeir keyrðu saman. Dungey missti sjtórn á skapi sínu og lét nokkur vel valin orð falla. J-Law var svartflaggaður og settur í annan upphitunarhóp. Keppnin sjálf var ekki síður spennandi

Davi Millsaps var fljótastur útúr holunni í aðalkeppninni en það var Kevin Windham sem kom strax á eftir honum og tók framúr. Þeir skiptust á forystunni nokkrum sinnum.  Windham var búinn að vera hraður allan daginn og átti besta tímann í tímatökum. Ryan Dungey og Ryan Villopoto voru líka með í baráttunni en Villopoto hafði krassað í fyrstu beygju í undanrásum, brotið vatnsdæluna og þurft að vinna LCQ-ið. Hann var því með lélegasta starthliðið en var fljótur að vinna sig upp, enda í toppformi. Hann náði að fara fram úr öllum keppinautum sínum og hélt forystunni til loka en Dungey hafði ekki hraðann sem þurfti til að sækja á hann..

AMA Supercross Class Results: Indianapolis
1.    Ryan Villopoto,Kawasaki
2.    Ryan Dungey, Suzuki
3.    Kevin Windham, Honda
4.    Justin Brayton, Yamaha
5.    Davi Millsaps, Honda
6.    Chris Blose,  Honda
7.    Grant Langston, Yamaha
8.    Nick Wey,  Kawasaki
9.    Josh Hill, Yamaha
10.    Jason Lawrence, Yamaha

AMA Supercross Class Season Standings
1.    Ryan Dungey, , 145
2.    Ryan Villopoto,  145
3.    Josh Hill,  135
4.    Davi Millsaps, 114
5.    Kevin Windham, 106
6.    Justin Brayton, 105
7.    Ivan Tedesco,  97
8.    Nick Wey,  74
9.    Andrew Short,  69
10.    Tommy Hahn, 61

Eastern Regional AMA Supercross Lites Class Results: Indianapolis
1.    Christophe Pourcel, Groveland, Fla., Kawasaki
2.    Austin Stroupe, Lincolnton, N.C., Suzuki
3.    Justin Barcia, Ochlocknee, Ga., Honda
4.    Ryan Sipes, Vine Grove, Ky., Yamaha
5.    Brett Metcalfe, Lake Elsinore, Calif., Honda
6.    Dean Wilson, San Jacinto, Calif., Kawasaki
7.    Kyle Regal, Kemp, Texas, Yamaha
8.    Nico Izzi, Albany, Ga., Yamaha
9.    Martin Davalos, Cairo, Ga., Yamaha
10.    Troy Adams, Homosassa, Fla., Suzuki

Skildu eftir svar