Dakarinn hálfnaður

Dakar_stage 8Hjólin eru lögð af stað á dagleið 9.  Leiðin í dag hefur verið stytt vegna þoku og keppendur ræstir fjórum klst seinna en áætlað var.  Tíu efstu voru ræstir í hóp og síðan tuttugu næstu á fimmtán mínútna fresti.
Dagurinn í dag er síðasti dagurinn í Atacama eyðimörkinni, sem hefur reynst mönnum ekkert síður erfið en sandöldurnar í Afríku.  Vandræðagangur er á sigurvegaranum frá í fyrra, hinum spænska Coma (KTM). 

Hann var tekinn í landhelgi með nýtt dekk undir hjólinu á sjöundu dagleið (ekki leyfilegt að skipta um dekk á miðri leið, nema einhver annar keppandi láti þig hafa það) og situr nú uppi með rúmlega 6 klukkutíma víti.  Það gefur Cyril Despres (KTM) ansi gott forskot á næstu menn.  Það er norðmaðurinn Páll Ullevalseter (KTM) sem nú er í öðru sæti, 1 klst. og 20 mín. á eftir Despres. 
Allt getur hins vegar gerst og má Despres hinn franksi, þakka fyrir að hafa náð á endastöð í gær.  Áttunda dagleiðin var hrikalega grýtt og voru bæði hjól og bílar í stanslausum dekkjaskiptingum í gær og sumir komu í mark bókstaflega á felgunni.  Despres hamraði illa báðar gjarðirnar á hjólinu í gær en fékk nýja framgjörð (.. frá öðrum keppanda, sem hins vegar er örugglega á hans vegum.!!) og afturgjörðin náði að halda.  Hún var illa farin en náði að virka enda var hann með dekkja-mús að aftan.
Minni hjólin hafa verið að gera það gott í keppninni og hafa nokkur 450cc hjól blandað sér í baráttuna um efstu sætin.  Það er ánægjulegt að sjá í Dakar-keppninni hjól eins og Yamaha, Sherco, BMW, Aprilia og fl. í bland við KTM sem eru nánast standardinn í Dakarnum.

Á startlínunni í dag eru rúmlega 90 hjól og þar af hafa aðeins 30 keppendur ekki fengið víti.  Það er mjög strangt eftirlit með keppendum og þeir þurfa að fylgjast vel með „stimplunar“ stöðvum, hámarkshraða og réttum stöðum og tíma til viðgerða.  Það reynist mönnum greinilega erfitt.

Staðan eftir gærdaginn (sunnudag) er þessi (Coma með auka 6 klst. og kemst ekki lengur að óbreyttu á blað):

 

01 Despres, Cyril (F) KTM 33:46:21
02 Ullevalseter, Pal-Anders (N) KTM 35:06:52 +01:20:31
03 Lopez Contardo (CHL) Aprilia 35:10:42 +01:24:21
04 Rodrigues, Helder (PT) Yamaha 35:11:36 +01:25:15
05 Duclos, Alain (F) KTM 35:38:50 +01:52:29
06 Fretigne, David (F) Yamaha 35:48:54 +02:02:33
07 Street, Jonah (USA) KTM 36:14:53 +02:28:32

 

3 hugrenningar um “Dakarinn hálfnaður”

Skildu eftir svar