Nýtt smáauglýsingakerfi

Motocross.is og enduro.is taka hér með í notkun nýtt smáauglýsingakerfi á vefnum. Enn er aðeins verið að tilkeyra kerfið og verða gerðar smálagfæringar á næstu dögum. Til dæmis á enn eftir að íslenska hluta þess.

Kerfið er jafnvel einfaldara í notkun en það gamla og fleiri möguleikar í innsetningu mynda og ýmislegt annað góðgæti. Ef þú setur inn auglýsingu færðu tölvupóst frá vefstjóra sem inniheldur lykilorð. Það lykilorð þarftu eingöngu að nota ef þú vilt breyta auglýsingunni eða eyða henni.

Gamla auglýsingakerfið hangir enn uppi svo menn geti skoðað gamlar auglýsingar næstu daga. Smellið hér fyrir það. Nokkrar af nýjustu auglýsingunum voru settar á milli kerfa af vefstjóra.

Nú er um að gera að prófa kerfið og vera við símann.

Skildu eftir svar