Vefmyndavél

Racer X Films: Wil Hahn

Svona til að hita okkur upp fyrir helgina!

Will Han var að skrifa upp á samning við Troy Lee Designs og mun keyra á Honda CRF 250 2010. Í tilefni þess var tekið viðtal við kappann þar sem hann var við æfingar í suprecross braut. Það liggur nærri að við verðum að vorkenna kappanum þar sem hann þarf að vera að æfa sig í steikjandi hita, glampandi sól og vel preppaðri braut.

Sjá ræmuna HÉR.

Það er ekki hitinn sem við þurfum að hafa áhyggjur af,  kannski bara það að sólin er svo neðarlega þessa dagana að það böggar okkur örlítið. Pælið í því það er að líða á lok Nóvember og við getum ennþá farið að hjóla án þess að pæla í nöglum eða vetraklæðnaði.

En hvað með það,, ég geri ráð fyrir því að það verði brjálað hjólafjör núna um helgina eins og undanfarið. Bolaöldubrautir ættu að vera nothæfar þar sem veðrið hefur verið okkur frábærlega hagstætt.

 Hef ekki fréttir af öðrum brautum en Þorlákshöfn ætti að vera nothæf, eins og oftast yfir vetrartímann, einnig ætti Sólbrekkan að vera brúkleg þó að ég viti ekki nánar um það.

Góða hjÓla helgi, hafa gaman saman.

Leave a Reply