Vetrar-þrek-æfingar drullumallaraökumanna

sprikkl-8-10-09-021

Það er mikið fjör á vetrar-þrek-æfingum hjá drullumallaraökumönnum. Einhverjir hafa reyndar verið að kvarta undan strengjum á ótrúlegustu stöðum ( rasskinnum m.a. ) en það hefur samt ekki komið í veg fyrir það að mæta aftur á æfingarnar. Það er hörkuduglegur hópur sem er að mæta og lætur veðrið ekki stoppa sig í útihlaupunum. Það mæta allir tímalega til þess að missa ekki af hópnum. Útihlaupin standa yfir í ½ tíma og síðan taka við 1 ½ tíma inniæfingar í sal fimleikadeildar Ármanns. Í lok hvers tíma er svo teygt vel á öllum vöðvum líkamans.Inniæfingunum er stjórnað af Berglindi sem hefur verið staðið fyrir þessum æfingum s.l tvo vetur með góðum árangri.

HÉR er hægt að sjá nokkrar myndir frá æfingunni í gærkvöldi.

Þetta verður rosa massaður hópur, næsta vor, með þessu áframhaldi.

Skildu eftir svar