Úrslit frá Belgíu

Landsliðið okkar hjólaði um helgina í Belgíu í undirbúningi fyir MXoN. Á laugardaginn æfðu þeir en tóku svo þátt í belgíska meistaramótinu á sunnudag. Aron og Gulli kepptu í MX1 og urðu í 23. og 24. sæti af 27 keppendum. Viktor var í 18. sæti af 19 keppendum í MX2. Allir af top 10 í GP-inu voru með í keppninni þannig að standardinn var hár. Fengu þeir um 25þúsund kall (130 evrur) hver í verðlaunafé sem fer beint í Seðlabankann.

Hér er frétt af MXLarge.com um keppnina.

Nú eru þeir á leiðinni til Ítalíu og komast þangað seinnipartinn í dag.

Skildu eftir svar