Vefmyndavél

Bryndís á uppleið í Svíþjóð

 Bryndísi Einarsdóttur gekk vel um helgina í næst síðustu umferð sænska meistaramótsins í motocrossi í Finspång. Hún var með 7. besta tímann í tímatöku og náði svo 7. sæti í fyrra motoinu á laugardaginn. Seinna mótoið var í gær þar sem hún náði 4. sæti og var því samanlagt í 5.sæti.
Bryndís hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í sumar og nú í 10.sæti í sænska meistaramótinu. Um næstu helgi keppir hún í góðgerðarmótinu Everts and Friends sem Stefan Everts stendur fyrir í Belgíu

Leave a Reply