Álfneskeppnin nk. laugardag

Nú er þetta að skella á.

Það er allt á fullu í undurbúning fyrir keppnina, það var bara gott fólk mætt til vinnu í gærkvöldi. Reynir, Einar, Sveppi, Bína, Baldur, Doddi, Kristján, Örn, Gísli Þór, Óli Gísla,  ( held að ég sé ekki að gleyma neinum )

Unnið var við gáminn sem að á að tengja pittinn við startið, vaskir menn tóku sig til við að rétta hann og lagfæra, síðan tók Örn til við að stífa af þakið í honum ( væri verra ef draslið myndi leggjast saman í miðri keppni ).  Í kvöld verður vinnukvöld og hvet ég ALLA til að mæta og lána til verksins dugelgar hendur. Það liggur ýmislegt fyrir.  MÆTA TAKK FYRIR og sýna félagsandann.

Það verður spennandi fyrir keppendur að sjá hvernig stökkpallurinn yfir gáminn verður, Reynir er með stórar hugmyndir í gangi.  Spennandi!!!!!!!!!

Veðurspáin er fín fyrir laugardaginn, 2m í vind 🙂 skúrir á stöku stað, þó sennilega ekki á Álfsnessvæðinu 🙁 , hiti 10-11 stig. Þetta getur ekki orðið betra fyrir  keppnisfólkið. Hinir, á kanntinum, þurfa bara að mæta í úlpu og síðan öskra sig hása og hafa gaman af.

Skildu eftir svar