Ekki jafngóður dagur í dag hjá Signý eins og í gær

Því miður að þá náði Signý Stefánsdóttir ekki að fylgja eftir góðum akstri í gær í seinna moto-inu í FIM WMX GP mótaröðinni sem fór fram í Portúgal um helgina.  En þetta leit ágætlega út hjá henni í byrjun og var hún í 19 sæti þegar hún dettur.  Þar með var það ekki búið, þar sem hún laut aftur í gras 5 mínútum seinna og endaði því í 33 sæti.  Heildarútkoman ekki alveg á hreinu, en Signý búin að klára heilt FIM WMX GP mót og það er vel.  Hægt er að sjá keppnina á www.freecaster.tv eins og svo oft hefur komið fram, en þetta er einnig sýnt á Motors TV.

Ein hugrenning um “Ekki jafngóður dagur í dag hjá Signý eins og í gær”

Skildu eftir svar