Háspenna í Seattle

cox_80971Supercrossið í vetur hefur verið meira spennandi en menn dreymdi um fyrir tímabilið. Einhvernveginn héldu menn að þetta yrði einstefna fyrir James Stewart en annað hefur komið á daginn. Chad Reed on Stewart hafa barist hart í allan vetur og fyrir þessa keppni voru aðeins 5 stig á milli þeirra, Reed í hag. Stewart hafði unnið 10 mót en Reed aðeins 3 en þó verið nánast alltaf í einu af þremur efstu sætunum. 

Þrumuský yfir Seattle settu strik í undirbúninginn fyrir keppnina. Spáð var mikilli rigningu og tóku mótshaldarar uppá því ráði að keyra inn nokkur hlöss af sandi. Á keppnisdegi var rigningin hvergi sjáanleg og því jarðvegurinn svolítið einkennilegur fyrir Supercross keppni. Mikið af djúpum línum myndaðist og gerði það flestum keppendum erfitt fyrir og menn mislengi að finna taktinn. Stewart náði besta tímanum og Reed náði næst besta eftir að hafa verið neðarlega í tímatökum framan af. 

Í úrslitariðlinum fóru hlutirnir loks að gerast. Mike Alessi tók holuskotið eins og vanalega með gamla erkifjendur á hælunum, þá Davi Millsaps og Ryan Villopoto. Stewart var sirka í 12.sæti og Reed-arinn krassaði í fyrstu beygjunni.

Alessi og Villopoto gáfu ekkert eftir og voru fljótlega komnir með gott forskot og ekkert bólaði á Stewart eða Reed. Á áttunda hring datt Alessi í beygju og Villopoto tók forystuna. Að lokum nálgaðist Stewart en gerði aldrei alvöru atlögu að Villopoto og sætti sig við annað sætið líklega vitandi þess að Reed var aðeins í 7.sæti og mörgum stigum á eftir. 

cox_8289Sigurinn hjá Villopoto var hans fyrsti í stóra flokknum og einstaklega sætur þar sem hann var á heimavelli og stemmningin var alveg hreint frábær. Fáum hefði dottið þetta í hug fyrr í vikunni en Villopoto er búinn að vera frá í heilan mánuð vegna veikinda, nýbúinn að reka einkaþjálfarann og mekkinn hans var ekki á staðnum heldur í jarðarför.

Stewart hefur nú 3 stiga forystu í keppninni og erfitt að veðja á móti honum. Reed hefur þó verið ólseigur allan sinn feril og mun ekkert gefa eftir. Síðustu tvær keppnirnar verða eflaust enn meira spennandi en nokkru sinni áður.

Úrslit í 450 flokknum í Seattle:
1. Ryan Villopoto KAW
2. James Stewart YAM
3. Davi Millsaps HON
4. Mike Alessi SUZ
5. Andrew Short HON
6. Josh Grant YAM
7. Chad Reed SUZ
8. Paul Carpenter KAW
9. Ivan Tedesco HON
10. Kevin Windham HON
11. Nick Wey YAM
12. Heath Voss HON
13. Tommy Hahn KAW
14. Matt Boni HON
15. Jason Thomas HON
16. Kyle Chisholm YAM
17. Tyler Bowers HON
18. Jacob Marsack HON
19. Troy Adams HON
20. Billy Laninovich KAW

Staðan í 450 flokknum (eftir 15 af 17 umferðum):
1. James Stewart (332/10 wins)
2. Chad Reed (329/3 wins)
3. Andrew Short (241)
4. Josh Grant (208/1 win)
5. Kevin Windham (204)
6. Mike Alessi (203)
7. Ivan Tedesco (199)
8. Ryan Villopoto (190/1 win)
9. Davi Millsaps (188)
10. Josh Hill (146)

Skildu eftir svar