Nýtt kortatímabil!

Nú er komið nýtt kreditkortatímabil og því ekki eftir neinu að bíða með að tryggja sér miða á árshátíð VÍK – 30 ára afmæli. Undirbúningur er á fullu og óhætt er að lofa skemmtilegu kvöldi. Ingvar Jónsson fyrrverandi söngspíra í Pöpunum hefur verið ráðinn veislustjóri heyrst hefur að Stimpilhringirnir séu að huga að endurkomu í bransann, en það hefur ekki fengið staðfest. Smellið HÉR til þess að kaupa miða.


Skildu eftir svar