Vefmyndavél

Bolaalda í fínu standi

Motocrossbrautin í Bolaaöldu er í fínu standi þrátt fyrir snjókomuna í nótt og bikarkeppnin verður haldin með óbreyttri dagskrá á morgun. Garðar er búinn að vera að vinna í brautinni og hann fullyrðir að hún verði í fínu standi. Snjórinn bráðnar hratt þar sem hann er búinn að róta í brautinni og spáð er meiri hita á morgun þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að þetta verði góð keppni. Skráningin er enn opin og hvetjum við sem flesta til þess að skrá sig.
Það væri mjög gott að fá póst á vik@motocross.is frá þeim ökumönnum sem ætla að taka þátt í yngri flokkunum (50-65cc).

Leave a Reply