Innibrautin í fullum gangi

Í dag 1.október áttum við fund með hæstvirtum bæjarstjóra Reykjanesbæjar Árna Sigfússyni. Hann tók vel á móti okkur á skrifstofu sinni. Skemmst er frá því að segja að hann tók alls ekki illa í hugmyndina og vill að við förum í að athuga með hávaðamengun frá húsinu að nærliggjandi byggð. Sýslumaðurinn í Reykjanesbæ hafði áður sagt munnlega að sín vegna væri þetta allt í góðu að uppfylltum skilyrðum. Bæjarstjórnin yrði að gefa leyfi, húseigandi yrði að gefa leyfi og svo þarf að tryggja dæmið.


Verkfræðistofa mun mæla hávaða við nærliggjandi byggð á næsta mánudag.Þá kemur í ljós hvort og þá hversu mikið við þurfum að einangra húsið til að minnka hávaðamengun.
Ég hvet því alla sem var soldið kalt í morgun á leið í vinnu eða skóla að senda óska tímann sinn á innibrautkef@visir.is og panta tíma hið snarasta því við höfum orðið mikla trú á að þetta geti tekist hjá okkur með stuðningi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ef allt gengur að óskaum má gera ráð fyrir að Oktober fari í að koma þessu á koppinn og að hægt verði að hjóla þarna inni frá og með byrjun Nóvember. Það er búið að panta töluvert af tímum. T.d eru þriðjudagar, miðvikudagar og fimmtudagar fráteknir alveg frá 19 til 21. Þetta eru 3 hópar sem eru með þessa tíma. Nokkrir einstaklingar hafa óskað eftir tímum. Nú er bara að drífa sig að taka frá tíma eins fljótt og hægt er.Ég þori að lofa því að húsið er nógu stórt til þess að bestu hjólarar sem og allri aðrir eiga eftir að elska þessa aðstöðu.
Hjólakveðjur Skipuleggjendur

Skildu eftir svar