Púkarnir á Ljósanótt

Þann 6. sept.s.l. rann upp sýningardagur Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness á krakkaakstri og var það liður í að kynna þessa frábæru íþrótt fyrir almenningi á Suðurnesjum.
Kvöldið áður hafði Arnar í Hellusteini komið og gert barnabraut á malarvellinum við Hringbraut eins og honum einum er lagið og var ekki lengi að.
Að morgni laugardagsins mættu allir krakkarnir ásamt fylgdarliði og voru sumir svefnvana af spenningi.
Byrjað var á að ganga brautina eins og gjarnan er gert áður en akstur hefst. Síðan var farið í hjólaskoðin og fór hún fram á gangstéttinni fyrir framan malarvöllinn, vöktu krakkarnir töluverða athygli vegfarenda og ekki laust við að einhverjir bílstjórar hafi snúið sig úr hálsliðnum í forundran auk þess sem fólk þusti út úr nærliggjandi húsum og hjólhýsum til að berja dýrðina augum. Þessir frábæru púkar okkar sýndu síðan mjög góðan og agaðan snilldarakstur og voru í alla staði til fyrirmyndar og voru sportinu til mikils sóma.
Að lokum fengu allir viðurkenningu og óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið mikla lukku.

Kveðja
Stjórn VÍR


Skildu eftir svar