Inni Motocrossbraut fyrir veturinn orðin að veruleika

Nú hefur staðið
yfir smá vinna í að finna möguleika á innibraut fyrir veturinn. Húsnæðið er fundið og búið að ganga frá leiguverði, verið að ganga frá mold inní húsnæðið og verið að fá staðfest verð í ljósabúnað og annað sem þessu fylgir.
Fjárfestingin er töluverð til að koma þessu af stað. Til að þetta geti
gengið upp þurfa ca 120 hjólamenn að skuldbinda sig til 8 mánaða. Menn fá þá fastan tíma 1 sinni eða oftar í viku ( eftir því hvað hver vill, 1 skipti= 1 hjólamaður ef einhver festir tvo tíma í viku teljast það 2 hjólamenn). Hjólað er í 4 manna grúppum. Tveir hópar eru í húsinu hverju sinni og hjóla í 15 mínútur í senn og taka svo 15 mínútna hvíld á meðan hinn hópurinn hjólar, hver hópur hjólar 4×15 mínútur. Þetta er gert að fyrirmynd frá Wheeldon en
margir hafa farið þangað og skemmt sér vel á stuttri en tæknilega erfiðri
brautinni. Brautin er eðli málsins samkvæmt ekki löng en það eru þeim mun fleirri beygjur og svo verða upphækkanir og niðurlækkanir ásamt whoopsa kafla til að gera þetta spennandi. Brautin verður ca 4 metra breið á flestum köflum en sumstaðar 5 metrar. Verið er
að athuga með leyfi fyrir þessu þar sem húsið er innan bæjarmarka í Reykjanesbæ
og fást vonandi leyfi í næstu viku.

Eins og staðan er núna felst næsta skref í


því hvort menn
eru tilbúnir til að hjóla fast 1 sinni eða 2 í viku í vetur ( sept –okt- nóv
–des –jan-feb –mar- apr ) við skemmtilegar aðstæður í moldarbraut með hörðum
beygjuböttum. Tímaskipting er eftirfarnadi. Virka daga: 17:00 til 18:45, 17:15 til 19:00, 19:00 til 20:45 og 19:15 til 21:00. Helgar frá 9 á morgnanna fram eftir degi.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu sendið e-mail á innibrautkef@visir.is upplýsingar um nafn og símanúmer og hvort viðkomandi sé 1 eða með fleirri
í hóp með sér. Mánaðargjaldið verður að
vera 12.000 kr á mann til að þetta sé möguleiki. Gert er ráð fyrir að tímatökubúnaður og starfsmaður sé í húsinu hverju sinni og að brautinni sé breytt að einhverju leiti ( whúpsar færðir, upphækkunum og slíku breytt) reglulega.

Þeir sem eru sannfærðir um að þá langi til að hjóla í vetur senda e-mail hið fyrsta og taka frá þá tíma sem þeim hentar best. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Skildu eftir svar