Frábær keppni

Strákarnir okkar voru að klára B-final keppnina á Motocross of Nations og stóðu þeir sig allir mjög vel. Aron var þó að standa sig best og sýndi snilldartakta í brautinni sem var mjög erfið og sleip, en um leið og það var startað byrjaði að rigna og aðstæður voru því mjög erfiðar. Aron endaði í 29 sæti, Valdi í 35 og Einar í 36 sæti. Liðið endaði því í 11 sæti í heildina og fyrir neðan okkur voru Venuzuela og Mongólía. Brasíla vann, Írar urðu í öðru sæti og Rússar í því þriðja. Nokkrar myndir eru komnar inn á vefalbúmið. Aðalkeppnin hefst svo kl. 13.OO og verður sýnt frá henni á Eurosport bæði í sjónvarpi og á netinu.

Skildu eftir svar