Vefmyndavél

Enduróbrautin í Tindastól

Vefurinn hafði samband við Hjört Líklegan sem verður keppnisstjóri í Endurókeppninni sem fram fer á Sauðárkróki á laugardaginn og spurði hann um aðstæður í brautinni. Hann segir að brautin sé lögð í góðum jarðvegi, mold og grasi og lítið sé af grjóti í henni. Töluvert sé um brekkur enda er brautin lögð á skíðasvæðinu í Tindastól og hliðarhalli sé á nokkrum stöðum ásamt einhverjum þúfun… fullorðins þúfum og svo eru þetta bara nokkuð típískar enduróþrautir. Þrjár þeirra eru það flóknar að þeim verður sleppt í Baldursdeildinni. Hringurinn er um 8 km. langur og Hjörtur giskar á að hröðustu menn geti ekið hann á um 17-18 mínútum. Pitturinn verður við endan á skíðalyftunni og er hann frekar þröngur þannig að það borgar sig að mæta snemma.

Leave a Reply