Vefmyndavél

Daglega öppdeitið frá Bolaöldu!

Garðar er búinn að vera í allan dag að vökva og rippa brautina með nýja leynivopninu. Brautin hefur aldrei verið betri en síðustu daga og hefur ripperinn og nýja efnið breytt gríðarlega miklu. Pallarnir voru frábærir í gærkvöldi, góð uppstökk og öruggar lendingar. Spáin er góð fyrir kvöldið og um að gera að nýta sér aðstöðuna núna þegar færi gefst. Byrjendum er sérstaklega bent á að núna getur verið gott tækifæri að prófa brautina þar sem flestir keppendur eru önnum kafnir við að undirbúa hjólin fyrir keppnina á laugardaginn. Bara að muna miðana í kaffistofunni og Olís, Norðlingaholti – góða skemmtun.

Leave a Reply