Gulli 111 með námskeið

Ég verð með Motocross námskeið fyrir 85cc 2stroke og 150cc 4stroke í
ágúst.
Æfingarnar verða þriðjudaginn 12.  og fimmtudaginn 14. ágúst, annað
hvort að morgni, eða kvöldi. Hvað viljið þið? Hafiði tækifæri á að
láta foreldrana skutla ykkur uppí braut að morgni til? Gætuð þess vegna
hringt ykkur saman svo það séu ekki allir að skutla einum.

Ef æfingarnar verða að morgni til þá verða þær frá 09:00-12:00 en ef þær
verða að kvöldi til þá verða þær frá 18:00-21:00. Mér langar helst að
hafa þær að morgni til, þá höfum við brautina algjörlega úta fyrir okkur
og miklu betra að einbeita sér að æfingunum. Æfingarnar verða annaðhvort
í Bolöldu eða Álfsnesi, ég læt ykkur vita. Það komast 25 á námskeiðið
(strákar & stelpur)10-15 ára. Verðið er 8.000.- pr. einstakling en
brautargjaldið er ekki innifalið í því. Nánari upplýsingar og skráning
er á gk@ktm.is Það sem þarf að koma fram við skráningu er:

Fullt nafn:
Sími:
Hjólategund:
Foreldri:
Sími:
Hvort vilt þú morgunæfingu eða kvöld?

Tek einnig að mér litla hópa ( 3-6 í hóp) fyrir þá sem vilja. Tek að mér
fólk á öllum aldri (stelpur / konur & stráka / gamla kalla).
S: 661-0958

Skildu eftir svar