Vefmyndavél

Þriðja umferð Íslandsmótsins í motocross

Þriðja umferð Íslandsmeistaramótsins í motocross fór fram á akstursvæði KKA nú um helgina. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og skemmti fólk sér mjög vel. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á brautinni undanfarið, og hefur meðal annars verið skipt um jarðveg. Keppendur voru flestir mjög ánægðir með breytingarnar.
Mótið gekk u.þ.b. stórslysalaust fyrir sig, en þó lærbrotnaði Eyþór Reynisson og sendir vefurinn honum baráttukveðjur.  Einnig datt Kristófer Finnsson í brautinni en vefurinn hefur ekki upplýsingar um hugsanleg meiðsl hans.

Í MX1 sigraði Ed Bradley eftir glæsilegan akstur, Aron Ómarsson varð annar en hann er að ná sér eftir ökklabrot og Valdimar Þórðarson endaði þriðji.
Í MX2 sigraði Brynjar Þór Gunnarsson, Hjálmar Jónsson varð annar og Gunnlaugur Karlsson endaði þriðji.
Í MX-B sigraði Þórir Guðmundsson, Ernir Freyr Sigurðsson varð annar og Sigurgeir Lúðvíksson endaði þriðji.
Í unglingaflokki sigraði Snorri Þór Árnason, Bjarki Sigurðsson varð annar og Ásgeir Elíasson endaði þriðji.
Í opna kvennaflokknum sigraði Signý Stefánsdóttir, Karen Arnardóttir varð önnur og Aníta Hauksdóttir endaði þriðja.
Í 85cc flokki kvenna sigraði Bryndís Einarsdóttir, Ásdís Elva Kjartansdóttir varð önnur og Una Svava Árnadóttir endaði þriðja.
Í 85cc flokki stráka sigraði Guðmundur Kort, Friðgeir Óli Guðnason varð annar og Eyþór Reynisson endaði þriðji þrátt fyrir að meiðsli.

Nánari úrslit hér.
Myndir frá keppninni eru komnar inná heimasíðu nítró, www.nitro.is, mxsports, www.mxsport.is og einnig inná heimasíðu Sverris, www.motosport.is

Leave a Reply